Jóhann Már Helgason sérfræðingur Dr. Football segir að KA vilji losna við Viðar Örn Kjartansson nú þegar félagaskiptaglugginn opnar í vikunni.
Viðar hefur ekki verið í hóp hjá KA í síðustu tveimur leikjum en hann er sagður vera lítilega meiddur.
Viðar er á sínu öðru tímabili hjá KA en í ár hefur hann eins og fleiri ekki fundið taktinn.
„Það eru allir að tala um rómantísku færsluna til Selfoss, það er góð saga en kannski gengur það bara ekki upp,“ sagði Jóhann í nýjum þætti Dr. Football.
Viðar hefur átt magnaðan feril sem atvinnumaður og með landsliði en nú gæti hann verið á leið frá KA.
„Maður hefur heyrt það að hver einasti áhugi sem kemur, KA mun hlusta á það. Kannski endar það þannig að þeir þurfa að borga einhvern hluta af launum hans áfram.“