fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júlí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton fyrrum miðjumaður í enska boltanum botnar ekkert í því hvernig Arsenal sem hann segir mesta „woke“ félagið í enska boltanum hafi spilað Thomas Partey allan þennan tíma.

Partey hefur verið ákærður fyrir fimm nauðganir og eftir það hefur komið í ljós að hann hafi sjö sinnum verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu á meðan málið var í rannsókn.

Mynd/Getty

Málið var í rannsókn í meira en tvö ár en Arsenal ákvað að þaga yfir málinu og spila Partey áfram.

„Þeir eru mesta Woke félagið, síðan ertu með nauðgara sem er sjö sinnum sleppt úr haldi lögreglu og heldur áfram að spila,“ sagði Barton í hlaðvarpi sínu.

Arsenal bauð Partey nýjan samning í sumar sem hann hafnaði en nokkrum dögum síðar var hann ákærður í málinu.

„Hvernig getur þú verið svona woke en spilað svo leikmanni sem er ákærður fyrir fimm nauðgangir, sjö sinnum sleppt úr haldi. Þvílík dygðaskreyting, þú kannski leyfir honum að sleppa einu sinni úr haldi og gefur honum séns en ekki oftar.“

„Hann skilur ekki orðið, nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donald Trump stal senunni eftir að Chelsea vann HM í gær – Sjáðu myndbandið

Donald Trump stal senunni eftir að Chelsea vann HM í gær – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nunez fagnaði að hætti Jota

Nunez fagnaði að hætti Jota
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius
433Sport
Í gær

Leitast ekki eftir því að selja og vilja 100 milljónir

Leitast ekki eftir því að selja og vilja 100 milljónir
433Sport
Í gær

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Í gær

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Í gær

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum