Það er óhætt að segja að Viktor Gyokores sé kokhraustur maður en hann er leikmaður Sporting í Portúgal.
Gyokores er á því máli að hann sé einn besti framherji heims í dag og situr á sama borði með mönnum eins og Harry Kane, Robert Lewandowski og Erling Haaland.
Þetta eru stór orð frá leikmanni í portúgölslku deildinni en allar líkur eru á að hann verði á Englandi næsta vetur.
Arsenal og Manchester United vilja fá þennan 27 ára gamla Svía sem hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting.
,,Ég er klárlega einn af þeim. Það er erfitt að greina mig sem leikmann en já ég er á sama borði og þeir í dag,“ sagði Gyokores.
,,Þetta eru framúrskarandi leikmenn og hafa verið á toppnum í mörg ár og þeir hafa vissulega sannað meira en ég.“