Chelsea er ekki að leitast eftir því að selja sóknarmanninn Nicolas Jackson sem er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir félagið undanfarin tvö ár.
Daily Mail segir að Chelsea sé ekki að bjóða öðrum félögum að kaupa Jackson og verðmetur hann á 100 milljónir punda.
AC Milan er víst áhugasamt um leikmanninn en ljóst er að þeir ítölsku munu ekki borga þessa upphæð í sumar.
Chelsea hefur keypt tvo framherja í sumarglugganum eða þá Liam Delap frá Ipswich og Joao Pedro frá Brighton.
Pedro hefur byrjað mjög vel með Chelsea og skoraði tvö frábær mörk í undanúrslitum HM félagsliða gegn Fluminense.