Ibrahima Konate hefur tjáð Liverpool það að hann sé opinn fyrir því að yfirgefa félagið í þessum sumarglugga.
Þetta kemur fram í spænska miðlinum Marca en Konate er mikið orðaður við Real Madrid þessa dagana.
Real er talið ætla að bíða þar til á næsta ári en Konate verður þá samningslaus og fáanlegur á frjálsri sölu.
Samkvæmt Marca hefur Konate rætt við Liverpool og er til í að fara ef Real býður rétta upphæð í þessum glugga.
Liverpool mun ekki vilja missa Konate frítt eins og Trent Alexander Arnold sem fór einnig til Real.