Chelsea reyndi að halda Jadon Sancho í sumar og var í viðræðum við leikmanninn um kaup og kjör í dágóðan tíma.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Ben Jacobs en Sancho var á láni hjá Chelsea frá Manchester United síðasta tímabil.
Sancho þénar vel hjá United og fær um 300 þúsund pund á viku en Chelsea harðneitaði að borga Englendingnum þau laun.
Chelsea var hins vegar reiðubúið að borga allt að 200 þúsund pund á viku sem Sancho tók ekki í mál og sneri því aftur til United.
Chelsea þurfti að borga United fimm milljónir punda til að losna við kaupskyldu á leikmanninum sem á enga framtíð fyrir sér á Old Trafford.
Chelsea borgaði um 180 til 200 þúsund pund til Sancho á viku er hann var hjá félaginu og neitaði að hækka þá upphæð sem varð til þess að ekkert varð úr endanlegum félagaskiptum.