Blaðamaðurinn Florian Plettenberg segir að Frankfurt sé einfaldlega að bíða eftir tilboðum frá enskum liðum í sóknarmanninn Hugo Ekitike.
Ekitike hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United, Newcastle og Liverpool en hann gæti kostað allt að 100 milljónir evra.
Ólíklegt er að Chelsea geri tilboð í leikmanninn eftir að hafa tryggt sér Joao Pedro frá Brighton fyrr í mánuðinum.
Ekitike er mjög öflugur sóknarmaður en hann skoraði 22 mörk fyrir Frankfurt síðasta vetur og er enn aðeins 23 ára gamall.
Frankfurt áttar sig á því að Ekitike muni á endanum fara í annað félag en hvaða lið mun borga um 100 milljónir evra á eftir að koma í ljós.