FH bauð upp á sýningu í Bestu deild karla í kvöld er liðið spilaði við KA í afskaplega þægilegum sigri.
FH var í miklu stuði í þessum leik og skoraði fimm mörk gegn engu frá gestunum.
Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö af þessum mörkum en staðan var 2-0 fyrir FH eftir fyrri hálfleik.
FH bætti við þremur mörkum í seinni hálfleik og vann að lokum virkilega sannfærandi 5-0 heimasigur.
FH er í sjöunda sæti deildarinnar eftir sigurinn en KA er með 15 stig og er í fallsæti.