fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. júlí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benni McCarthy hefur tjáð sig um sína reynslu af Jadon Sancho en þeir unnu saman hjá Manchester United undir Erik ten Hag.

Ten Hag og Sancho náðu alls ekki saman sem varð til þess að sá síðarnefndi var lánaður til Chelsea á síðustu leiktíð.

Framtíð Sancho er enn óljós í dag en allar líkur eru á að hann verði ekki leikmaður United næsta vetur.

Ten Hag ásakaði Sancho um leti sem sá enski tók ekki vel í en McCarthy hafði þetta að segja um sína reynslu.

,,Þegar kemur að Erik þá tel ég að hann hafi viljað sjá Jadon upp á sitt besta á hverjum degi, mánudag til föstudags, engir frídagar,“ sagði McCarthy sem var í þjálfarateyminu.

,,Það er það sem þjálfarinn býst við frá sínum leikmönnum svo þetta er undir honum komið. Ef þú getur ekki gert það þá skaparðu vandamál og eftir það komu sú vandamál á yfirborðið.“

,,Ég hef ekkert illt að segja um Jadon, ég elskaði hann og hann var ótrúlegur. Ég vil ekki dæma fólk of mikið ef það heldur sig fyrir sig sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig