Bayern Munchen er tilbúið að bjóða Luis Diaz fimm ára samning ef hann samþykkir að ganga í raðir félagsins.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Florian Plettenberg en Diaz er opinn fyrir því að yfirgefa Liverpool í sumar.
Diaz hefur aðallega verið orðaður við Barcelona en útlit er fyrir að ekkert verði úr þeim skiptum þetta árið.
Bayern hefur þess í stað blandað sér í kapphlaupið og er til í að gefa Diaz samning til ársins 2030.
Liverpool vill ekki losna við sóknarmanninn en gæti samþykkt tilboð upp á um 70 milljónir evra.