Viktor Gyokores er búinn að opna dyrnar fyrir Manchester United á ný en frá þessu greinir miðillinn Correio da Manha.
Gyokores lokaði á samskipti við United fyrr í sumar en enska félagið var að skoða það að fá sóknarmanninn frá Sporting í Portúgal.
Arsenal hefur helst verið orðað við Svíann undanfarna daga en á í erfiðleikum með að ná samkomulagi við Sporting um kaupver.
Gyokores er ákveðinn í að komast burt frá Sporting í sumar og hefur til að mynda neitað að mæta á æfingar hjá félaginu.
Sporting vill fá um 70 milljónir punda fyrir Gyokores sem er 27 ára gamall og hefur raðað inn mörkum síðustu tvö tímabil.
Hvort United sé enn að horfa til leikmannsins er óljóst en Ruben Amorim, stjóri liðsins, vann með honum hjá Sporting þar til í nóvember í fyrra.