fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. júlí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brooklyn Beckham, sonur David Beckham, er hættur að fylgja bræðrum sínum, Romeo og Cruz á samskiptamiðlum.

Frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum en mikil dramatík hefur verið í kringum Beckham fjölskylduna undanfarnar vikur og mánuði.

Brooklyn neitaði að mæta í fimmtugsafmæli föður síns fyrr á þessu ári en óskaði systur sinni, Harper, til hamingju með daginn á dögunum.

Brooklyn er 26 ára gamall en samband eiginkonu hans, Nicola, og móður hans, Victoria Beckham, ku vera ansi slæmt.

Hann hefur einnig ásakað foreldra sína um að styðja sig ekki fjárhagslega en þau hafa bæði harðneitað fyrir þær sögusagnir en passa sig á að dekra ekki of mikið við sinn elsta son.

Victoria og David hafa reynt að gera lítið úr þessu ‘fjölskyldustríði’ en bræður hans eru afskapelega óánægðir með framkomu Brooklyn.

Brooklyn sá nokkrar færslur frá bæði Romeo og Cruz á samskiptamiðlum og ákvað í kjölfarið að hætta að fylgja þeim á Instagram.

Romeo og Cruz gerðu nákvæmlega það sama og virðist samband þeirra vera ansi viðkvæmt þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig