Carlos Tevez er búinn að finna sér nýtt starf eftir að hafa þjálfað bæði Rosario Central og Independiente um stutta stund.
Tevez er fyrrum leikmaður stórliða í Evrópu en nefna má Manchester United, Manchester City og Juventus.
Tevez hefur verið ráðinn til starfa hjá Atletico Talleres í efstu deild Argentínu og er nýr tæknilegur yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
Tevez býr ekki yfir reynslu í því starfi en hann er 41 árs gamall og var síðast leikmaður árið 2021 fyrir Boca Juniors.
Þessi fyrrum sóknarmaður þekkir leikinn þó inn og út og spilaði tæplega 750 leiki á sínum ferli og skoraði í þeim 308 mörk.