John Terry, goðsögn Chelsea, skemmtir sér lítið yfir fótbolta í dag en hann segir að leikurinn sé mun leiðinlegri í dag en á hans tíma sem leikmaður.
Terry segir að það sé of mikill munur á milli liða í úrvalsdeildinni á Englandi í dag og að flest lið þurfi einfaldlega að verjast frekar en að keppa við bestu liðin.
,,Ég á erfitt með að njóta þess að horfa á fótbolta í dag. Þegar lið spila gegn liðum eins og Manchester City þá eru þau með 11 menn fyrir aftan boltann,“ sagði Terry.
,,Það er svo leiðinlegt að horfa á. City reynir að brjóta niður varnir andstæðingana og það verður leiðinlegt.“
,,Þú færð ekki að sjá mikið af skotum á mark og ert ekki spenntur eins og þegar við fengum að horfa á leikmenn eins og Eden Hazard og Joe Cole.“