Luka Jovic gæti tekið mjög óvænt skref í sumar en hann er fyrrum framherji Real Madrid og AC Milan.
Þessi 27 ára gamli sóknarmaður er samningslaus en hann var látinn fara frá Milan nýlega eftir að hafa skorað átta mörk í 38 deildarleikjum.
Jovic var keyptur til Real fyrir risaupphæð árið 2019 en stóðst aldrei væntingar eftir mjög góða frammistöðu með Frankfurt.
Santiago Gimenez, núverandi leikmaður Milan, hefur staðfest það að Jovic hafi spurt sig út í mexíkóska félagið Cruz Azul sem er talið hafa áhuga á leikmanninum.
,,Hann spurði mig út í hvernig félagið væri og ég hafði auðvitað bara góða hluti að segja. Þeir komu svo vel fram við mig og ég verð alltaf þeirra aðdáandi,“ sagði Gimenez.
Það væri ansi áhugavert skref ef Jovic semur í Mexíkó en hann átti að vera næsta vonarstjarna Serbíu og hefur það svo sannarlega ekki gengið upp.