Chelsea hefur fengið frábærar fréttir fyrir stórleik sunnudagsins þar sem liðið spilar við Paris Saint-Germain.
Chelsea mun mæta frönsku risunum í úrslitaleik HM félagsliða og er mikill peningur undir fyrir bæði lið.
Moises Caicedo er einn af allra mikilvægustu leikmönnum Chelsea en hann hefur náð sér af meiðslum sem hann varð fyrir í undanúrslitum gegn Fluminense.
Caicedo tók þátt á æfingu Chelsea í gær og er útlit fyrir að hann verði klár fyrir sunnudagskvöldið.
PSG er mun sigurstranglegra liðið fyrir leik en liðið valtaði yfir Real Madrid 4-0 í undanúrslitum.