fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 14:30

Frá æfingasvæði Íslands í Thun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisvörður á æfingasvæði íslenska kvennalandsliðsins hér í Thun er ekki sá liðlegasti. Það var komið inn á þetta í þættinum EM í dag á Vísi og getur undirritaður reyndar tekið undir upplifun fréttamanna miðilsins af öryggisverðinum.

„Það eru sjálboðaliðar hérna úti um allt á vegum UEFA og gott vibe frá öllum, sem og íbúum bæjarins. Það er kannski helst dyravörðurinn á æfingasvæði íslenska landsliðsins (sem hægt er að kvarta yfir),“ sagði Sindri Sverrisson í EM í dag, áður en Aron Guðmundsson tók til máls.

„Já við getum sagt að viðskilnaðurinn við öryggisverðina á æfingasvæði íslenska landsliðsins hafi verið, tja, það er gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur. Við skulum segja að þessi maður hafi ekki beint verið liðlegur í samskiptum. Þá er gott að vera með einn harðan með sér í teyminu, Anton tökumann. Hann stóð á sínu eins og maður á að gera,“ sagði hann, án þess að fara nánar út í málið.

Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum á EM í kvöld. Liðið er þegar úr leik eftir töp gegn Finnlandi og Sviss það sem af er móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester