Manchester United hefur ráðið Lord Seb Coe til að fara fyrir framkvæmdum að nýjum heimavelli félagsins sem félagið stefnir á að byggja.
Fyrr á þessu ári voru kynnt plön um að byggja nýjan heimavöll.
Völlurinn á að taka 100 þúsund áhorfendur í sæti en fyrrum hlauparinn Seb Coe mun fara fyrir verkefninu.
Borgarstjórn Manchester er með og mun taka þátt í kostnaði en ásamt því að byggja völl vill félagið fara í miklar framkvæmdir í kringum völlinn.
Félagið stefnir að því að halda úrslitaleik HM kvenna árið 2035 en en mótið fer þá fram á Bretlandseyjum.
„Ég er mjög stoltur að því að hafa fengið boð um það að sjá um þetta verkefni,“ segir Lord Seb Coe sem er þekktastur fyrir að hafa unnið gull á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980.