Manchester United hefur gengið frá samningi við Harley Emsden James sem kemur til félagsins frá Southampton. Kauði er aðeins 15 ára gamall.
Mörg stærri félög vildu fá James sem er miðvörður, hann ákvað að velja United.
Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt félagaskipti hans en United hefur í fjórtán mánuði reynt að sannfæra kauða.
Sagt er að United horfi á Emsden James sem gríðarlegt efni fyrir framtíðina en hann byrjar í unglingaliðum félagsins.
United hefur síðustu mánuði verið að reyna að styrkja unglingastarf sitt og fá inn leikmenn fyrri framtíðina.