Andy Robertson bakvörður Liverpool heimsótti í vikunni heimavöll félagsins þar sem stuðningsmenn hafa safnast saman og verið að minnast Diogo Jota.
Jota lést í bílslysi í síðustu viku en framherji Liverpool var þá á leið til Englands til að hefja nýtt tímabil.
Jota og Robertson voru miklir vinir og fór bakvörðurinn með blóm á Anfield þar sem fólk hefur verið að minnast framherjans.
„MacJota, hjörtu okkar eru brotin en ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur öllum,“ skrifaði Robertson.
Robertson hafði áður sagt frá því að Jota hefði verið einn af bresku strákunum og stundum haldið því fram að hann væri frá Skotlandi, hafði hann gefið honum nafnið Diogo MacJota.
„Ég mun sakna þín, elska þig bróðir,“ skrifaði Robertson á kortið.