Maður að nafni Ryan Bowman hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs bann frá fótbolta en þetta hefur enska knattspyrnusambandið staðfest.
Bowman er ekki nafn sem margir kannast við en hann á að baki leiki fyrir lið eins og Shrewsbury og Cheltenham.
Þessi ágæti maður hefur viðurkennt það að hafa veðjað á rúmlega sex þúsund leiki frá 2022 til 2023.
108 af þeim veðmálum tengdust hans eigin liði á þeim tíma, Exeter, og eru allar líkur á að Bowman muni ekki spila fótbolta á ný.
Bowman veðjaði einnig á leiki sem tengdust Shrewsbury er hann lék með liðinu frá 2021 til 2024 en hann samdi við Cheltenham í fyrra.
Framherjinn er 33 ára gamall og eru afskaplega litlar líkur á að hann snúi aftur á völlinn í framtíðinni.