Arsenal hefur staðfest kaupin á Christian Norgaard frá Brentford.
Um er að ræða 31 árs gamlan danskan landsliðsmann sem kemur með reynslu inni í leikmannahóp Arsenal.
Skytturnar greiða fyrir hann um 10 milljónir punda, en líklegt er að hann sé fenginn upp á breiddina á miðjunni í huga.
Norgaard var fyrirliði Brentford en tekur nú skrefið í stærra félag. Mun hann klæðast treyju númer 16 á Emirates-leikvanginum.
Norgaard er annar miðjumaðurinn sem Arsenal sækir á stuttum tíma á eftir Martin Zubimendi.
Thomas Partey og Jorginho yfirgáfu félagið eftir síðasta tímabil og er því búið að fylla í þeirra skörð.