Napoli er aftur farið að leggja áherslu á það að fá Alejandro Garnacho kantmann Manchester United. Það er enska blaðið Mirror sem heldur þessu fram.
Napoli vonast til þess að geta keypt Garnacho á 45 milljónir punda.
Það er töluvert lægri verðmiði en United hefur viljað fá en félagið er sagt vilja fá 60 milljónir punda.
Ruben Amorim vill ólmur losna við Garnacho en þeim lenti saman undir lok síðasta tímabil sem varð til þess að Garnacho fékk skilaboð um að fara.
Fleiri leikmenn United eru til sölu en hingað til hefur það gengið erfiðlega fyrir félagið að losna við leikmenn.