Luis Diaz segir að hann hafi verið í rústi í marga daga eftir að hafa heyrt af andláti Diogo Jota.
Jota og Diaz voru samherjar hjá Liverpool en sá fyrrnefndi lést í bílslysi ásamt bróður sínum fyrir helgi.
Diaz og Jota voru góðir vinir en knattspyrnuheimurinn mun svo sannarlega sakna portúgalans sem var afskaplega skemmtilegur leikmaður og fyrir ofan allt góður maður.
,,Það er gríðarlega erfitt að heyra svona fréttir, þetta er svo sorglegt,“ sagði Diaz um vin sinn.
,,Þú getur aldrei verið undirbúinn fyrir eitthvað svona, hann gerði mikið fyrir mig þegar ég kom til Liverpool. Fjölskyldan hans bauð mig velkominn og vinátta okkar var mikil.“
,,Þegar ég vaknaði og las fréttirnar þá fór ég að hágráta og þetta var svo ótrúlega sársaukafullt.“