fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 12:00

Frá Parkhotel Gunten á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Að dvelja á glæsihótelinu Parkhotel Gunten hér í Thun dugði ekki til þess að íslenska kvennalandsliðið næði markmiðum sínum og kæmist upp úr riðlakeppni EM. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, ræddi valið á hótelinu við 433.is á dögunum.

„Það er ekki hægt að biðja um mikið betra en þetta. Það er náttúrulega fáránlega fallegt umhverfi hérna og við völdum þessa staðsetningu með það í huga að hún gæti létt undir ef eitthvað er erfitt, hjálpað til við að halda andanum góðum og það er að rætast,“ sagði Jörundur, en á þeim tímapunkti hafði Ísland aðeins spilað við Finna.

„Þegar búið var að draga í desember fórum við á fullt í hótelmál. Ég held við höfum skoðað 15-20 hótel. Það voru ákveðnar reglur um hvaða hótel við máttum velja út frá staðsetningum og annað.

Þetta var flókið og ekki alltaf skemmtilegt en við komum síðan hingað í desember í góðu vetrarveðri. Hótelið var lokað og við fengum að skoða það hátt og lágt, valsa hér um. Og um leið og við löbbuðum út í þennan garð var þetta málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann