Það er allt í rugli hjá enska félaginu Morecambe sem leikur í neðri deildum Englands og er í eigu Jason Whittingham.
Whittingham er ákveðinn í því að selja félagið áður en nýtt tímabil hefst og er búinn að finna kaupanda í Panjab Warriors.
Þann 2. júlí var öll stjórn félagsins rekin en búist var við því að kaupin myndu ganga í gegn þann dag en ekkert varð úr því að lokum.
Stjórnin var því endurráðin til starfa en aðeins þremur dögum seinna var allt starfsfólk rekið í annað sinn sem eru ansi furðuleg vinnubrögð.
Það bendir til þess að eigandaskiptin muni eiga sér stað á morgun en það er ekki langt í að nýtt tímabil á Englandi fari af stað.
Ef kaupin ganga ekki í gegn er möguleiki á því að stjórnin verði ráðin aftur til starfa til bráðabirgða og fái svo sparkið stuttu seinna.