Edu Gaspar hefur verið staðfestur hjá Nottingham Forest en hann er nýr yfirmaður allra knattspyrnumála félagsins.
Edu er fyrrum leikmaður Arsenal og var áður í svipuðu starfi þar en ákvað að yfirgefa Lundúnarliðið í fyrra.
Edu mun ekki aðeins sjá um knattspyrnuhlið Forest heldur einnig Rio Ave og Olympiakos sem eru í eigu sama manns, Evangelos Marinakis.
Hann mun vinna náið með Nuno Espirito Santo, stjóra Forest, og verður fróðlegt að sjá hvernig þeirra samband mun þróast.
Forest átti magnað tímabil í vetur og tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni.