Það var víst ákvörðun Mike Maignan að vera áfram hjá AC Milan en þetta segir stjóri liðsins, Massimilano Allegri.
Maignan var nálægt því að yfirgefa Milan í sumar en Chelsea hafði mikinn áhuga á að kaupa markmanninn.
Samkvæmt fregnum á þeim tíma þá var ekki náð samkomulagi um kaupverð en Milan vill fá 30 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Talið var að Maignan hafi viljað komast til enska liðsins en Allegri segir að Frakkinn hafi sjálfur tekið ákvörðun um að vera áfram.
,,Maignan verður áfram fyrirliði liðsins og er einn besti markvörður Evrópu,“ sagði Allegri.
,,Ég er svo ánægður með að hann hafi tekið ákvörðun um að halda áfram með okkur.“