Liverpool er búið að skella verðmiða á Darwin Nunez og vill félagð 43 milljónir punda auk bónusa. Frá þessu segir Gianluca Di Marzio.
Liverpool vill einnig fá 4,3 milljónir punda í bónusa sem hægt væri að fá.
Napoli hefur mikinn áhuga á framherjanum en að auki hafa Atletico Madrid og Al-Hilal áhuga á honum.
Liverpool borgaði 85 milljónir punda fyrir Nunez fyrir þremur árum en hann hefur ekki fest sig í sessi á Anfield.
Napoli sækir hart að því að fá Nunez en ljóst er að Liverpool mun bæta sig við sóknarmanni ef Nunez fer.