Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er að vonum svekkt með að íslenska landsliðið sé úr leik á EM, en það varð ljóst eftir 2-0 tap gegn Sviss í gær.
„Tilfinningin var fúl og þetta var mjög erfitt. Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra. Við þurfum bara að halda áfram með lífið, svona er fótboltinn,“ segir Hafrún.
Hafrún kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í gær. „Mér fannst þetta fínn leikur, eins og þetta hefði alveg eins getað dottið okkar megin.“
Ísland á enn eftir að mæta Noregi á EM í þýðingarlitlum leik. „Nú er það bara næsti leikur. Við ætlum klárlega að vinna Noreg og það er okkar markmið.“
Nánar í spilaranum.