Erik ten Hag, stjóri Leverkusen, virðist ekki vera aðdáandi markmannsins Matej Kovar sem er leikmaður liðsins.
Kovar er 25 ára gamall og var hjá Manchester United frá 2018 til 2023 áður en Ten Hag seldi hann til Þýskalands.
Nú er Ten Hag mættur til Leverkusen og samkvæmt Mirror vill hann selja leikmanninn í annað sinn og nú til PSV í Hollandi.
Kovar er landsliðsmarkvörður Tékklands en hann spilaði aðeins fimm deildarleiki fyrir Leverkusen í vetur.
Hann fékk aldrei að spila aðalliðsleik fyrir United á sínum tíma þar og kostaði Levberkusen 7,7 milljónir punda fyrir tveimur árum.