Liam Delap framherji Chelsea fékk stígvélið frá unnusti sinni á meðan hann er að taka þátt í HM félagsliða með liðinu.
Delap samdi við Chelsea í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Ipswich.
Leanna Paul sakar Delap um að hafa haldið framhjá sér en hún er 25 ára gömul en Delap er 22 ára gamall.
„Þú getur ekki haldið einhverjum tryggum með því að elska hann meira,“ sagði Leanna sem er frá Skotlandi.
Delap var keyptur á 30 milljónir punda til Chelsea en hann er enskur framherji sem var áður í herbúðum Manchester City.