Það er ljóst að Chelsea þarf að fara að losa sig við leikmenn til að geta skráð nýja leikmenn í Meistaradeild Evrópu.
Times segir að Chelsea þurfi rúmar 60 milljónir punda í sölu til að fá inn nýju leikmennina.
Um er að ræða Liam Delap, Joao Pedro og Jamie Gittens sem félagið hefur keypt á síðustu vikum.
Til að komast í gegnum regluverk UEFA þarf Chelsea að fara að selja en Noni Madueke er líklega á leið til Arsenal.
Chelsea hefur keypt mikið af leikmönnum síðustu ár en einnig verið duglegt við að selja menn á móti.