Lokaleikur 14. umferðar í Bestu deild karla var að ljúka en spilað var á Kaplakrikavelli.
FH tók á móti Stjörnunni í fínasta fótboltaleik en honum lauk með 1-1 jafntefli.
Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnunni yfir úr vítaspyrnu og stuttu seinna fékk FH sína eigin vítaspyrnu.
Kjartan Kári Halldórsson steig á punktinn en Árni Snær Ólafsson varði frá honum og staðan 1-0 í hálfleik.
Úlfur Ágúst Björnsson tryggði FH svo stig en hann kom knettinum í netið á 57. mínútu og lokatölur, 1-1.