fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. júlí 2025 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Sædís Rún Heiðarsóttir, bakvörður íslenska landsliðsins, viðurkennir að það hafi verið erfitt að festa svefn eftir tapið gegn Sviss í gær, svekkelsið hafi verið mikið.

Ísland tapaði 2-0 gegn gestgjöfunum og er úr leik á EM eftir tvö töp, þó svo að einn leikur sé eftir gegn Noregi.

„Þetta er auðvitað voðalega súrt og ég get ekki sagt að ég hafi sofið mikið, en þetta er bara eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við,“ sagði Sædís við 433.is í dag.

En hvernig var andrúmsloftið inni í klefa eftir leik í gær? „Maður var bara svolítið tómur. Það er gríðarlega svekkjandi að ná ekki markmiðum sínum.“

video
play-sharp-fill

Liðið ætlar sér að enda mótið á jákvæðum nótum og taka sigur gegn Noregi, sem þegar hefur tryggt sér sigur í riðlinum, í lokaleiknum á fimmtudag.

„Við ætlum að fara í þennan leik við Noreg til að vinna hann. Við ætlum að enda þetta með stæl, það er mikið af fólki búið að ferðast hingað og við þurfum að gera þetta fyrir þau.“

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
Hide picture