Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands hefur skrifað undir hjá Chelsea en sá strákur ber nafnið Chris Atherton.
Atherton komst í heimsfréttirnar árið 2022 er hann spilaði aðalliðsleik fyrir Glenavon í Írlandi aðeins 13 ára gamall.
Atherton er afskaplega efnilegur miðjumaður en hann spilaði 30 leiki fyrir Glenavon í vetur en liðið leikur í efstu deild Írlands.
Hann er enn aðeins 16 ára gamall og mun leika með unglingaliði Chelsea í vetur og fær þar að koma gæðum sínum á framfæri.
Enginn leikmaður í sögu Bretlands hefur spilað svo ungur fyrir aðallið í gegnum tíðina svo ljóst er að um mjög spennandi strák er að ræða.