fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júlí 2025 08:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Það er engin þolinmæði fyrir neinu rugli innan raða KSÍ, sér í lagi þegar farið er á stórmót. Þetta segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá sambandinu, í samtali við 433.is.

Íslenska kvennalandsliðið er nú statt á EM í Sviss ásamt stórum hópi starfsfólks, sem telur á þriðja tug.

„Alveg frá því við lögðum af stað í þetta verkefni 23. júní, fórum til Serbíu, hefur verið ótrúlega góður andi í öllum, leikmönnum og starfsliðinu. Það skiptir náttúrulega sköpum. Við erum með ákveðnar reglur um það að ef þú passar ekki inn í það sem við erum að gera máttu bara fara heim,“ sagði Jörundur.

Hann var svo spurður nánar út í þessar reglur. „Ég er með svokallaðar FIFO-reglur, sem eru fit in or fuck off. Það er nú bara þannig, þarf ekki að vera flókið. Það er ekki svigrúm fyrir neitt rugl og mér finnst fólk einbeitt á að gera þetta vel.“

Ísland mætir gestgjöfum Sviss í öðrum leik sínum á riðlakeppni EM í kvöld. Bæði lið eru með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð. Stelpurnar okkar töpuðu gegn Finnum og Sviss gegn Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot