Eins og margir vita verður Jamal Musiala frá í langan tíma en hann meiddist í leik Bayern Munchen og Paris Saint-Germain í gær.
Musiala lenti í samstuði við markvörð PSG, Gianluigi Donnarumma, og fótbrotnaði í kjölfarið sem mun halda honum frá í allt að fimm til sex mánuði.
Donnarumma ætlaði aldrei að meiða leikmanninn og birti sjálfur færslu á Instagram þar sem hann óskaði Musiala góðs bata.
Donnarumma ‘taggaði’ Musiala á Instagram en hans menn höfðu betur í leiknum með tveimur mörkum gegn engu.
Ítalinn grét er hann gekk af velli í gær og var augljóslega miður sín yfir því sem átti sér stað.
Færslu hans má sjá hér.
View this post on Instagram