Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Ísland spilar í nýjum varabúningi sínum gegn Sviss á EM í kvöld, en hann var sérhannaður fyrir íslenska landsliðið fyrir mótið.
Hönnuðir PUMA sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa landsins. Þá er treyjan að mestu úr endurunnu hráefni.
Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld eftir tap í fyrstu umferðinni. Tapliðið í kvöld er að öllum líkindum úr leik þó ein umferð sé eftir.