Barcelona er loksins að hefja viðræður við sóknarmanninn Marcus Rashford sem spilar með Manchester United.
Foot Mercato greinir frá en Rashford hefur verið orðaður við spænska félagið í margar vikur.
Nú virðast viðræður að vera að fara af stað en Rashford á enga framtíð fyrir sér hjá uppeldisfélaginu og er til sölu í sumar.
Barcelona vildi fá Nico Williams frá Athletic Bilbao í sumar en hann ákvað að skrifa undir nýjan átta ára samning.
Það er draumur Rashford að skrifa undir hjá Börsungum og mun hann gera allt til að komast til félagsins í sumarglugganum.