Renato Sanches er mættur aftur til franska félagsins Paris Saint-Germain eftir lánsdvöl hjá Benfica í Portúgal.
Benfica hefur staðfest þær fregnir en þessi 27 ára gamli leikmaður var keyptur til PSG árið 2022.
Hann stóðst ekki væntingar þar eftir góða frammistöðu með Lille og spilaði aðeins tíu leiki fyrir Benfica í vetur.
Ljóst er að Portúgalinn mun ekki spila fyrir PSG í vetur en hvert hann fer í sumar er ekki vitað að svo stöddu.
Sanches á að baki 32 landsleiki fyrir Portúgal og var á sínum tíma talinn einn efnilegasti miðjumaður heims.