fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Víkingur staðfestir ráðningu á Einari Guðna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. júní 2025 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Guðnason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu af John Henry Andrews sem var rekinn úr starfi í byrjun vikunnar.

Einar mun formlega taka við starfinu þegar hann kemur til landsins frá Svíþjóð á næstu dögum.

Einar hefur sinnt flestum hlutverkum hjá Víking áður en hann hélt til Svíþjóðar árið 2021. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Í Svíþjóð hefur Einar sinnt starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.

„Ég er virkilega stoltur að vera orðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Víkingi. Þetta er draumastarfið mitt sem ég hef haft á markmiðalistanum mínum í mörg ár. Tækifærið kom núna og því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að stökkva á það. Þau sem þekkja mig vita að ég hef mikinn metnað og ástríðu fyrir öllu því sem viðkemur Víkingi og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að byggja ofan á það frábæra starf sem hefur verið unnið í Víkinni síðustu ár,“ sagði Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3