fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Saknar tveggja úr íslenska hópnum – „Það er auðvitað erfiðara“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 20:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hefði horft til tveggja reynslubolta í vali sínu á íslenska landsliðshópnum fyrir EM, sem ekki voru valdir.

Adda, eins og hún er kölluð, mætti í spjall við 433.is og hitaði upp fyrir mótið. Þar var hún spurð að því hvort hún saknaði einhverra nafna í þeim 23 manna hópi sem heldur á EM, sem hefst á miðvikudag.

„Ég hefði horft til Fanndísar (Friðriksdóttur) og Berglindar (Bjargar Þorvaldsdóttur). Þar erum við með öðruvísi leikmenn en eru til staðar í hópnum.“

Mynd: Valur

Báðar spila þær hér heima, Fanndís með Val og Berglind með Breiðabliki. Báðar eiga þær fjölda landsleikja en sú fyrrnefnda var nokkuð óvænt í hópnum í Þjóðadeildinni á dögunum.

„Fanndís er öðruvísi kantmaður og mér fannst við sjá það í Frakkaleiknum að hún getur gefið okkur ýmislegt, haldið vel í boltann og er mjög reynslumikil,“ sagði Adda.

Hvað Berglindi varðar benti hún á að íslenska liðið hefði í raun ekki hreina níu með sér á EM í Sviss.

„Ef við þurfum mark í einhverjum leik og erum að dæla boltum inn á teiginn eru fáir betri í því en Berglind. En auðvitað þarf að horfa í það að Ísland spilar allt öðruvísi fótbolta en Breiðablik. Breiðablik er í eða við teiginn mest allan leikinn og þar blómstrar Berglind. Í íslenska landsliðinu erum við töluvert að verjast.

Það eru 23 leikmenn í þessum hópi og ég hefði viljað sjá þær tvær. En það er auðvitað erfiðara að velja einhvern til að taka út.“

Dagskrá Íslands á EM
2. júlí gegn Finnlandi
6. júlí gegn Sviss
10. júlí gegn Noregi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3