fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Óskar Hrafn boðaði fjöldan allan af fólki á fund en bara einn mætti – „Hann sagði mér að boða þá“

433
Föstudaginn 27. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson var gestur í þáttunum Návígi á dögunum þar sem verið var meðal annars að ræða um Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara KR.

Guðmundur hefur lengi stýrt umræðu um Bestu deild karla og eitt sumarið þegar Óskar var að stýra Breiðablik þá fékk hann símtal.

„Menn voru að velta ýmsum steinum í þáttunum og þá fæ ég símtal frá Óskari. Hann segir að ég þurfi að fara að skoða þessa sérfræðinga, þeir viti ekkert hvað þeir eru að tala um. Að þeir viti ekkert hvað hann sé að gera þarna,“ segir Guðmundur í þættinum.

Óskar Hrafn vildi fá alla sérfræðinga þáttarins á fund sinn og útskýra hvað hann væri að reyna að gera með Breiðablik

„Óskar sagðist vera með hugmynd og vildi boða þá alla á fund á miðvikudeginum klukkan 17:00, í stúkunni í Smáranum. Hann ætlaði að vera með töflufund og útskýra hvað hann væri að gera, hann sagði mér að boða þá.“

Sérfræðingar Stúkunnar hjá Sýn höfðu lítinn áhuga á þessum fundi en Sigurvin Ólafsson sem stýrir Þrótti í dag mætti hins vegar á svæðið.

„Ég held að það hafi bara einn mætt. Ég hefði viljað að allir hefðu mætt, sá maður sem mætti var Sigurvin Ólafsson sem var þá í þáttunum hjá okkur. Hann fór á þennan fund og lærði held ég mikið, hann sagði mér það strax í kjölfarið að honum fannst þetta frábært. Af því að Óskar er ekki að fela neitt sem hann er að gera, hann er ekki í feluleik. Hann er klár í að útskýra fyrir öllum hvað er að gerast.“

„Sigurvin talaði um það að þetta hefði verið frábært fyrir sig, sjálfur að þjálfa og fá svona nákvæmlega hvað Óskar vildi gera með lið Breiðabliks og sýndi honum allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3