fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Hafa fengið upphæðina sem þeir greiddu fyrir Trent margfalt til baka

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félögin á HM félagsliða græða vel á að taka þátt í mótinu og er Real Madrid eitt þeirra.

Liðið er komið í 16-liða úrslit, en það sigraði RB Salbzurg og Pachuca og gerði jafntefli við Al-Hilal.

Real Madrid fékk 32,4 milljónir punda fyrir það eitt að vera með á HM. Þá fékk félagið rúmar 5 milljónir punda fyrir að vinna tvo leiki og 6,4 milljónir til viðbótar fyrir að fara áfram á næsta stig.

Real Madrid er því komið með um 44 milljónir punda í vasann fyrir að taka þátt á HM. Er það meira en fjórföld upphæðin sem félagið greiddi Liverpool fyrir að fá Trent Alexander-Arnold fyrr frá Liverpool. Þó leikmaðurinn hafi í raun komið á frjálsri sölu greiddi spænska félagið 10 milljónir punda fyrir að leysa hann undan samningi í byrjun júní og hafa hann með á HM.

Þá kostaði miðvörðurinn Dean Huijsen 50 milljónir punda er hann kom frá Bournemouth. Hægt er að líta á það sem svo að HM hafi nánast greitt upp kaupin á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag