fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arsenal sækir enn einn Chelsea-manninn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. júní 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun klára kaupin á Kepa Arrizabalaga frá Chelsea í þessari viku samkvæmt helstu miðlum.

Arsenal greiðir Chelsea 5 milljónir punda fyrir markvörðinn, sem fær það hlutverk að veita David Raya samkeppni á Emirates.

Skytturnar voru með Neto á láni frá Bournemouth á síðustu leiktíð en ákváðu að semja ekki við hann endanlega.

Kepa hefur verið á láni undanfarin tvö tímabil, fyrst hjá Real Madrid og svo Bournemouth á síðustu leiktíð.

Það eru sjö ár síðan Spánverjinn varð dýrasti markvörður sögunnar þegar Chelsea keypti hann á 72 milljónir punda frá Athletic Bilbao.

Átti Kepa misjöfnu gengi að fagna á Stamford Bridge, en hann vann Meistaradeildina með Chelsea 2021.

Margir leikmenn hafa farið frá Chelsea til Arsenal undanfarin ár og hefur það heppnast misvel. Kai Havertz og Jorginho hafa til að mynda reynst liðinu góðu en menn eins og Raheem Sterling, David Luiz og Willian gert minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag