fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Símtali Svíans í forsetann lekið – Mun aldrei fyrirgefa þeim ef þetta gerist í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. júní 2025 09:48

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að samband milli Viktor Gyokeres og félags síns, Sporting í Portúgal, sé í molum. Nú er fjallað um símtal hans í forseta félagsins á dögunum í portúgalska miðlunum Record.

Framherjinn vill burt og er ansi eftirsóttur. Það er talið líklegast að hann endi hjá Arsenal og þangað vill hann fara. Fyrr í sumar var mikil fjallað um meint heiðursmannasamkomulag milli Gyokeres og Sporting um að hann mætti fara fyrir 60 milljónir punda, auk 10 milljóna seinna meir, en forseti félagsins Frederico Varandas sagði það algjört bull.

Gyokeres er brjálaður yfir þessu og taldi samkomulagið í gildi. Á hann nú að hafa hringt í Varandas þar sem hann sagði honum að hann ætlaði sér að fara til Arsenal í sumar og brýndi fyrir honum hvað þetta væri mikilvægt augnablik á ferli hans.

Þá á Svíinn að hafa sagt að ef útspil Sporting verði til þess að Arsenal leitar annað í framherjamálum muni hann aldrei fyrirgefa þeim sem báru ábyrgð á málum hans hjá Sporting.

Loks kemur það ekki til greina hjá Gyokeres að mæta aftur til æfinga hjá Sporting eftir sumarfrí, allavega ekki af fúsum og frjálsum vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United