fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Andrews og Björn reknir frá Víkingi

433
Þriðjudaginn 24. júní 2025 13:36

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnir að John Henry Andrews þjálfari meistaraflokks kvenna og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari liðsins hafa látið af störfum sem þjálfarar meistaraflokks kvenna.

Er þeim sagt upp störfum nú þegar mánaðar hlé er á deildinni en Víkingur er að berjast við falldrauginn í Bestu deildinni.

John tók við þjálfun liðsins í nóvember 2019 og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri í sínu starfi. John fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að byggja upp nýjan meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Á þessum tíma sigraði liðið Lengjudeildina 2023, varð Mjólkurbikarmeistari árið 2023 og lenti í 3.sæti Bestu deildar kvenna árið 2024. Björn kom inn í þjálfarateymi liðsins haustið 2024 en hann þjálfaði áður um árabil hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstads DFF og síðan Selfoss áður en hann kom heim í Víking.

„Það er ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings að nú sé tímabært að gera breytingar með hagsmuni liðsins og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Stjórn knattspyrnudeildar Víkings þakkar John og Birni fyrir samstarfið og óskar þeim velfarnaðar og hamingju í næstu verkefnum. Stjórnin hefur þegar hafið undirbúning að ráðningu nýs þjálfara og verður tilkynnt um framhaldið þegar það liggur fyrir,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United