fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Andrews og Björn reknir frá Víkingi

433
Þriðjudaginn 24. júní 2025 13:36

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnir að John Henry Andrews þjálfari meistaraflokks kvenna og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari liðsins hafa látið af störfum sem þjálfarar meistaraflokks kvenna.

Er þeim sagt upp störfum nú þegar mánaðar hlé er á deildinni en Víkingur er að berjast við falldrauginn í Bestu deildinni.

John tók við þjálfun liðsins í nóvember 2019 og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri í sínu starfi. John fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að byggja upp nýjan meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Á þessum tíma sigraði liðið Lengjudeildina 2023, varð Mjólkurbikarmeistari árið 2023 og lenti í 3.sæti Bestu deildar kvenna árið 2024. Björn kom inn í þjálfarateymi liðsins haustið 2024 en hann þjálfaði áður um árabil hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstads DFF og síðan Selfoss áður en hann kom heim í Víking.

„Það er ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings að nú sé tímabært að gera breytingar með hagsmuni liðsins og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Stjórn knattspyrnudeildar Víkings þakkar John og Birni fyrir samstarfið og óskar þeim velfarnaðar og hamingju í næstu verkefnum. Stjórnin hefur þegar hafið undirbúning að ráðningu nýs þjálfara og verður tilkynnt um framhaldið þegar það liggur fyrir,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag