fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Orri Steinn: „Maður var að verða smá klikkaður á þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson viðurkennir að það hafi verið snúið að vera með stanslausa orðróma um framtíð sína hangandi yfir sér síðasta sumar.

Landsliðsfyrirliðinn gekk í raðir Real Sociedad eftir frábær ár með FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann var orðaður víða fyrir skiptin, til að mynda við Manchester City.

„Það var mikið af orðrómum og fréttum og maður var að verða smá klikkaður á þessu,“ segir Orri í samtali við Vísi.

„Ég frétti af þessu með City en það var aldrei fyrsti kostur hjá mér að fara í eins stórt lið og mögulegt er, fá svo kannski ekki að spila og fara á lán. Ég vildi fara í lið þar sem ég er mikilvægur og möguleikarnir miklir.“

Orri er afar sáttur hjá Sociedad, sem hafnaði um miðja deild í La Liga á þessari leiktíð. Hann skipti á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar og var tímabilið í Danmörku þá komið á fullt.

„Tímabilið var byrjað og við að spila mikið af leikjum. Það var skrýtið að reyna að standa mig eins vel og hægt er með allt þetta í kringum mig, og liðsfélagarnir að spyrja og svona. Þetta er óþægileg staða en mér fannst ég ná ágætlega að ýta þessu frá mér og gera mitt besta. Það er líka því ég er með frábært fólk í kringum mig, kærustuna mína og foreldrana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR