fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Orri Steinn: „Maður var að verða smá klikkaður á þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson viðurkennir að það hafi verið snúið að vera með stanslausa orðróma um framtíð sína hangandi yfir sér síðasta sumar.

Landsliðsfyrirliðinn gekk í raðir Real Sociedad eftir frábær ár með FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann var orðaður víða fyrir skiptin, til að mynda við Manchester City.

„Það var mikið af orðrómum og fréttum og maður var að verða smá klikkaður á þessu,“ segir Orri í samtali við Vísi.

„Ég frétti af þessu með City en það var aldrei fyrsti kostur hjá mér að fara í eins stórt lið og mögulegt er, fá svo kannski ekki að spila og fara á lán. Ég vildi fara í lið þar sem ég er mikilvægur og möguleikarnir miklir.“

Orri er afar sáttur hjá Sociedad, sem hafnaði um miðja deild í La Liga á þessari leiktíð. Hann skipti á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar og var tímabilið í Danmörku þá komið á fullt.

„Tímabilið var byrjað og við að spila mikið af leikjum. Það var skrýtið að reyna að standa mig eins vel og hægt er með allt þetta í kringum mig, og liðsfélagarnir að spyrja og svona. Þetta er óþægileg staða en mér fannst ég ná ágætlega að ýta þessu frá mér og gera mitt besta. Það er líka því ég er með frábært fólk í kringum mig, kærustuna mína og foreldrana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“