fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Bjarni sat pirraður fyrir framan skjáinn og baunar á menn – „Eins og sumir þeirra hefðu verið sprautaðir með kæruleysislyfi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. júní 2025 07:36

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, er heldur harðorður í garð íslenska karlalandsliðsins í pistli sem hann skrifar í blað dagsins. Ísland lék tvo vináttulandsleiki á dögunum, vann frábæran 1-3 sigur á Skotum á föstudag en tapaði 1-0 gegn Norður-Írum og sýndi dapra frammistöðu á þriðjudag.

„Það var pirrandi að horfa á vináttulandsleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir sögulegan sigur gegn Skotlandi á föstudaginn gerði maður sér vonir um það að íslenska liðið myndi láta kné fylgja kviði með góðri frammistöðu, úrslitum og fara þannig inn í fyrstu leiki undankeppni HM 2026 með tvo sterka sigra á bakinu,“ skrifar Bjarni, en undankeppnin hefst í haust.

„Leikmenn liðsins virkuðu hins vegar saddir eftir sigurinn gegn Skotlandi og þeir sem komu inn í liðið, eftir að hafa byrjað á varamannabekknum gegn Skotlandi, náðu sér engan veginn á strik. Það var í raun eins og sumir þeirra hefðu verið sprautaðir með kæruleysislyfi rétt fyrir leik, svo slakir voru þeir.“

Þrátt fyrir mikil gæði segir Bjarni landsliðið í dag vanta lykilatriði sem gullkynslóðin svokallaða hafði.

„Það er bæði þreytt og ósanngjarnt að vera endalaust að bera landsliðið okkar í dag saman við landsliðið sem fór á tvö stórmót, EM 2016 og EM 2018, en það sem einkenndi gullaldarlið Íslands var fyrst og fremst vinnusemi, dugnaður og ástríðan að spila fyrir Ísland.

Tæknilega séð erum við með miklu betri fótboltamenn í landsliðinu í dag en á þeim tíma en það vantar hins vegar upp á vinnuþjarkana og baráttujaxlana sem voru tilbúnir að henda sér fyrir strætó fyrir Ísland,“ skrifar Bjarni.

Pistilinn í heild má finna í Morgunblaðinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United